Hersveitir rússa hafa haldið linnulausum árásum sínum áfram á Donetsk í Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa varað við fyrirætlunum Rússa um frekari árásir á sama tíma og Bandaríkin hafa lofað fleiri vopnum til Kænugarðs.
Eftir að hafa hafa barist í nær stanslausri orrustu við að ná nálægðum borgum í Lúgansk-héraði í austurhluta landsins, leitast Rússar nú við að koma hersveitum sínum lengra inn í Donetsk til að tryggja yfirráð þess yfir Donbas-svæðinu.
„Fremstu víglínur eru undir linnulausum skotárásum,“ segir Pavló Kírílenkó, yfirmaður hersins í Donetsk. Að sögn hans sætir borgin Slóvíansk undir stanslausum skothríðum.