Kveiktu í heimili forsætisráðherrans

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP

Múgur réðst inn í hús forsætisráðherra Sri Lanka í kvöld að staðartíma og kveikti í því. Frá þessu greina lögregluyfirvöld í landinu.

„Mótmælendur hafa brotist inn í einkaheimili forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe og lagt að því eld,“ segir einnig í tilkynningu frá embætti hans.

Mótmælendur hafa einnig stungið sér til sunds í laug við …
Mótmælendur hafa einnig stungið sér til sunds í laug við heimili ráðherrans. AFP

Þúsundir mótmælt

Fyrr í dag kvaðst hann reiðubú­inn að segja af sér til að rýma fyr­ir nýrri ein­ing­ar­stjórn.

Þúsund­ir mót­mæl­enda höfðu þá hópast sam­an á göt­um úti í kring­um heim­ili leiðtog­ans til að krefjast þess að hann segði af sér vegna óstjórn­ar stjórn­valda í for­dæma­lausri niður­sveiflu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert