Mótmæla enn vegna dómsins

Enn er mótmælt fyrir utan Hvíta húsið vegna úrskurðar Hæstaréttar …
Enn er mótmælt fyrir utan Hvíta húsið vegna úrskurðar Hæstaréttar hvað varðar þungunarrof. AFP

Hundruð manns mótmæltu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum í dag og kröfðust þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti grípi til aðgerða til þess að auka réttindi kvenna til þungunarrofs.

Nokkur ríki hafa þegar bannað þungunarrof eftir úrskurð Hæstaréttar í máli Dobbs gegn Jackson, sem sneri við nærri 50 ára gömlu fordæmi sem fólst í dómnum í máli Roe gegn Wade.

Mótmælendur voru um 1.000 talsins, mestmegnis konur, sem hrópuðu: „Minn líkami, mitt val!“

AFP

„Mamma mín tók þessa baráttu“

„Stattu upp, Joe Biden!,“ sagði hin 37 ára Becca, sem kom til Washington frá Virginíu til þess að mótmæla. Hún hélt á spjaldi sem á stóð: „Þungunarrof strax og engar afsakanir“.

Biden fyrirskipaði vernd fyrir þá sem sækja um þungunarrof og til þess að tryggja aðgang að getnaðarvörnum í gær. Mótmælendum fannst þetta ekki nóg.

„Ég vil búa í samfélagi sem er ekki það sama og það sem amma mín þurfti að búa í. Mamma mín er búin að taka þessa baráttu á götum úti. Við ættum ekki að vera hérna í dag,“ sagði Becca í samtali við AFP.

Þegar Biden skrifaði undir tilskipunina hvatti hann Bandaríkjamenn til þess að kjósa fulltrúa í sínu ríki sem væru hlynntir þungunarrofi.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert