Mótmæla enn vegna dómsins

Enn er mótmælt fyrir utan Hvíta húsið vegna úrskurðar Hæstaréttar …
Enn er mótmælt fyrir utan Hvíta húsið vegna úrskurðar Hæstaréttar hvað varðar þungunarrof. AFP

Hundruð manns mót­mæltu fyr­ir utan Hvíta húsið í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um í dag og kröfðust þess að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti grípi til aðgerða til þess að auka rétt­indi kvenna til þung­un­ar­rofs.

Nokk­ur ríki hafa þegar bannað þung­un­ar­rof eft­ir úr­sk­urð Hæsta­rétt­ar í máli Dobbs gegn Jackson, sem sneri við nærri 50 ára gömlu for­dæmi sem fólst í dómn­um í máli Roe gegn Wade.

Mót­mæl­end­ur voru um 1.000 tals­ins, mest­megn­is kon­ur, sem hrópuðu: „Minn lík­ami, mitt val!“

AFP

„Mamma mín tók þessa bar­áttu“

„Stattu upp, Joe Biden!,“ sagði hin 37 ára Becca, sem kom til Washingt­on frá Virg­in­íu til þess að mót­mæla. Hún hélt á spjaldi sem á stóð: „Þung­un­ar­rof strax og eng­ar af­sak­an­ir“.

Biden fyr­ir­skipaði vernd fyr­ir þá sem sækja um þung­un­ar­rof og til þess að tryggja aðgang að getnaðar­vörn­um í gær. Mót­mæl­end­um fannst þetta ekki nóg.

„Ég vil búa í sam­fé­lagi sem er ekki það sama og það sem amma mín þurfti að búa í. Mamma mín er búin að taka þessa bar­áttu á göt­um úti. Við ætt­um ekki að vera hérna í dag,“ sagði Becca í sam­tali við AFP.

Þegar Biden skrifaði und­ir til­skip­un­ina hvatti hann Banda­ríkja­menn til þess að kjósa full­trúa í sínu ríki sem væru hlynnt­ir þung­un­ar­rofi.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert