„Óneitanlega“ gallar í öryggisgæslu Abe

Fólk minnist fyrrverandi forsætisráðherrans.
Fólk minnist fyrrverandi forsætisráðherrans. AFP

Það voru „óneit­an­lega“ gall­ar í ör­ygg­is­mál­um fyr­ir Shinzo Abe, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Jap­an, að sögn lög­reglu­stjór­ans á svæðinu þar sem Abe var myrt­ur.

Lög­reglu­stjór­inn í Nara-héraði, Tomoaki On­izuka, hef­ur heitið því að morðið verði rann­sakað frek­ar en hann vildi ekki gefa frek­ar upp­lýs­ing­ar um hvaða ann­mark­ar hefðu verið á ör­ygg­is­áætl­un­inni.

„Ég tel að það sé óum­deilt að það hafi verið vanda­mál með gæslu og ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir fyr­ir Abe fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra,“ sagði On­izuka, við frétta­menn og hét því að „skilja vanda­mál­in að fullu og grípa til viðeig­andi aðgerða“.

„Eng­in meiri eft­ir­sjá en þetta“

Al­mennt er ekki gerð mik­il krafa til ör­ygg­is­mála í Jap­an í kosn­inga­her­ferðum eins og þess­ari þar sem Abe var skot­inn. Lítið er um of­beld­is­glæpi og byssu­lög­gjöf­in er ströng. Spurn­ing­ar hafa þó vaknað varðandi hvort að aðgerðirn­ar hafi verið of slak­ar í ljósi þess hver var að koma fram.

„Síðan ég varð lög­reglumaður árið 1995, á ferli mín­um sem nær yfir 27 ár, er eng­in meiri eft­ir­sjá, eng­in meiri eft­ir­sjá en þetta,“ sagði lög­reglu­stjór­inn um and­lát Abe.

Talið að hinn grunaði hafi búið til fleiri byss­ur

Talið er að hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, hafi skotið Abe með mjög ban­vænni byssu sem hann valdi úr safni nokk­urra sem hann hafði búið til sjálf­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um japönsku frétta­stof­unn­ar NHK bjó Tetsuya til marg­ar gerðir af byss­um úr stál­píp­um og lím­bandi.

Fyrir utan heimili Abe eftir árásina.
Fyr­ir utan heim­ili Abe eft­ir árás­ina. AFP

Lög­regl­an seg­ist hafa fundið heima­til­búna byssu sem var um 40 sentí­metra löng á vett­vangi. Auk þessi hafi þeir lagt hald á nokkr­ar svipaðar hand­gerðar byss­ur í íbúð hins grunaða.

Að sögn NHK mun sá grunaði hafa sagt við heim­ild­ar­mann frétta­stof­unn­ar að hann hafi einnig búið til mis­mun­andi gerðir af byss­um með því að vefja sam­an tveim­ur, þrem­ur, fimm og sex stál­rör­um með lím­bandi.

Þá mun hann sagst hafa prufu­keyrt byss­urn­ar eft­ir að hafa hlaðið hverja pípu með byssu­kúlu og að hlut­irn­ir hefðu verið keypt­ir á net­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert