Rauð veðurviðvörun á Kanaríeyjum

Hitinn getur farið í 36 stig á Kanaríeyjum á morgun.
Hitinn getur farið í 36 stig á Kanaríeyjum á morgun. AFP

Rauð hitaviðvör­un hef­ur verið gef­in út fyr­ir morg­undag­inn á suður­hluta Gran Can­aria, einni af Kana­ríeyj­um, þar sem hit­inn gæti farið í 36 stig. 

App­el­sínu­gul veðurviðvör­un er í gildi fyr­ir all­ar eyj­arn­ar um helg­ina en heit­ast verður á Gran Can­aria.

Á Teneri­fe helst hit­inn í um 30 stig­um og seg­ir Anna Kristjáns­dótt­ir, sem bú­sett er á Teneri­fe, að hit­inn angri hana lítið. 

Anna Kristjáns lætur hitann ekki angra sig.
Anna Kristjáns læt­ur hit­ann ekki angra sig. Ljós­mynd/​K100

Lang­ur göngu­túr að morgni

„Það eru þægi­leg­ar 30 gráður núna. Mér líður best í þess­um hita, enda er ég hér. Ég hef heyrt að fólk er að kvarta und­an þessu samt, en það er fólk sem er gest­kom­andi,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Þó þurfi þeir sem eru óvan­ir hit­an­um að fara var­lega og drekka nóg af vatni.

Hit­inn er meiri í Gran Can­aria og er fólk þar hvatt til þess að halda sig inn­an­dyra frá klukk­an 11 til 17 yfir dag­inn og drekka nóg af vatni. Á Spáni láta að jafnaði um 1.300 manns lífið á ári vegna hita­bylgja. 

„Gera eins og ég geri, fara í lang­an göngu­túr að morgni,“ ráðlegg­ur Anna.

Hita­bylgju er spáð í Vest­ur- og Mið-Evr­ópu í seinni­hluta júlí og hef­ur Veður­stof­an því hvatt fólk til þess að skoða veður­spár áður en haldið er út. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert