Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur kallað sendiherra landsins í Þýskalandi, Andrí Melník, aftur til heimalands síns.
Sendiherrar Úkraínu í Indlandi, Tékklandi, Noregi og Ungverjalandi hafa einnig verið kallaðir heim, að því er fram kemur í tilkynningu á vef forsetaembættisins.
Þýsku dagblöðin Bild og Süddeutsche Zeitung greindu frá því á þriðjudag að búist væri við að Melník yfirgæfi sendiráðið í Berlín til að taka við annarri stöðu í utanríkisráðuneytinu í Kænugarði.
Melník hefur átt háværa rödd í umræðunni í Þýskalandi eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í febrúar, eins og getið er í umfjöllun Deutsche Welle.
Ítrekaðar óskir hans um meiri aðstoð, sérstaklega í formi vopnaútflutnings frá Þýskalandi til Úkraínu, hafa ítrekað ratað í fyrirsagnir þýskra miðla.