Selenskí kallar sendiherrann í Þýskalandi heim

Selenskí lítur yfir kort yfir stöðuna í Dnípró-héraði í gær.
Selenskí lítur yfir kort yfir stöðuna í Dnípró-héraði í gær. AFP

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu hef­ur kallað sendi­herra lands­ins í Þýskalandi, Andrí Melník, aft­ur til heima­lands síns.

Sendi­herr­ar Úkraínu í Indlandi, Tékklandi, Nor­egi og Ung­verjalandi hafa einnig verið kallaðir heim, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef for­seta­embætt­is­ins.

Andrí Melník, hér fyrir aftan utanríkisráðherrann Dmítró Kúleba.
Andrí Melník, hér fyr­ir aft­an ut­an­rík­is­ráðherr­ann Dmítró Kúleba. AFP

Átt há­væra rödd

Þýsku dag­blöðin Bild og Süddeutsche Zeit­ung greindu frá því á þriðju­dag að bú­ist væri við að Melník yf­ir­gæfi sendi­ráðið í Berlín til að taka við ann­arri stöðu í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í Kænug­arði.

Melník hef­ur átt há­væra rödd í umræðunni í Þýskalandi eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu í fe­brú­ar, eins og getið er í um­fjöll­un Deutsche Welle.

Ítrekaðar ósk­ir hans um meiri aðstoð, sér­stak­lega í formi vopna­út­flutn­ings frá Þýskalandi til Úkraínu, hafa ít­rekað ratað í fyr­ir­sagn­ir þýskra miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert