Þjóðarsorg í Japan

Mikil þjóðarsorg ríkir nú í Japan eftir að fyrrum forsætisráðherra …
Mikil þjóðarsorg ríkir nú í Japan eftir að fyrrum forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, var myrtur í gærmorgun. Syrgjendur streyma hvaðanæva í Japan að vettvangi morðsins til að heiðra minningu forsætisráðherrans. AFP

Mikil þjóðarsorg ríkir nú í Japan eftir að fyrrum forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, var myrtur í gær. Syrgjendur streyma hvaðanæva í Japan að vettvangi morðsins til að heiðra minningu forsætisráðherrans.

Glæpatíðnin er fremur lág í Japan. Sá sem grunaður er um morðið er 41 ára gamall maður, Tetsuya Yamagami. Myndbönd sýna manninn nálgast Abe að aftan og skjóta hann með heimagerðri byssu.

Atvikið hefur vakið mikla gagnrýni á þeim öryggisráðstöfunum sem voru teknar í tengslum við atburðinn, en Abe var viðstaddur til að gefa stuðningsræðu fyrir flokk sinn fyrir komandi kosningum. Telja margir að hægt hafi verið að koma í veg fyrir morðið á Abe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert