Yfirvöld í Færeyjum hyggjast takmarka leiftradráp. Hámarksfjöldi takmarkast nú við 500 höfrunga en veiðarnar hafa sætt talsverðri gagnrýni víðs vegar um heim.
„Tillaga um að árleg aflaheimild takmarkist við 500 leiftra hefur nú verið lögð fram til bráðabirgða árin 2022 og 2023 af hálfu sjávarútvegsráðuneytinu,“ segir í tilkynningu sem færeysk stjórnvöld sendu frá sér í dag. Fyrirhugaðar takmarkanir eru settar eftir óvenjulega mikla veiði á höfrungum í september í fyrra, en þá voru drepnir 1.428 leiftrar.
„Það eru ýmis þættir í tengslum við þá veiði sem voru ófullnægjandi, hve mikill fjöldi höfrunga var veiddur,“ segir í tilkynningunni. BBC greinir frá.
Hefð er fyrir því í Færeyjum að stunda grindadráp, þar sem sjómenn umkringja grindarhvali eða aðrar höfrungategundir með bátum sínum og reka þá inn í grunna flóa þar sem þeir stranda. Sjómenn á fjörunni drepa þá síðan með sérútbúnum hnífum eða spjótum.
Á hverju sumri birtast myndir af þessari athöfn nágranna okkar og hafa Færeyingar sætt talsverðri gagnrýni af hálfu dýrverndunarsinna sem segja athöfnina vera villimannsleg. En heimamenn telja sterk rök liggja að baki athæfi sínu þar sem dýrin hafa fætt þjóðina öldum saman.
Eins og er þá ná fyrirætlaðar takmarkanir einungis til leiftradráps.
Uppfært 11. júlí: Upphaflega var í fréttinni aðeins rætt um höfrunga eins og greint var frá á AFP og í umfjöllun BBC. Rétt er að nýjar reglur ná til ákveðinnar undirtegundar höfrunga, nánar til tekið leiftra og hefur fréttin verið leiðrétt með tilliti til þess.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 593,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 410,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,82 kr/kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 593,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 410,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,82 kr/kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |