Fjórtán létu lífið í skotárás

Glæpir hafa aukist í Soweto.
Glæpir hafa aukist í Soweto. AFP

Fjórtán manns létu lífið í skotárás á bar í bænum Soweto í Suður-Afríku, skammt frá Jóhannesarborg í nótt, að sögn lögreglunnar.

„Þegar við komum á vettvang var staðfest að 12 manns væru látnir,“ sagði lögregluþjónninn Elias Mawela.

Mawela sagði að 11 aðrir hafi verið særðir og fluttir á sjúkrahús en tveir hafi látist síðar og eru því fjórtán látnir.

Barinn er staðsettur í Orlando-hverfinu í Soweto, suðaustur af höfuðborginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert