Hitabylgja og skógareldar í Portúgal

Á annað þúsund slökkviliðsmanna barðist við eldinn í dag.
Á annað þúsund slökkviliðsmanna barðist við eldinn í dag. AFP

Skógareldar geisa nú í Portúgal á meðan hitabylgja ríður yfir landið og Mið-Evrópu. Um 1.500 slökkviliðsmenn börðust við litla elda í mið- og norðurhluta Portúgals í dag. Stjórnvöld hafa lýst yfir óvissustigi vegna eldanna.

Skógareldarnir byrjuðu á fimmtudaginn síðasta og náði þá hitinn yfir 40 stigum og er búist við að hiti fari hækkandi á næstu dögum. Vísindamenn hafa spáð því að hamfarahlýnun hafi áhrif á tíðari veðursveiflur líkt og hitabylgjur í Evrópu.

Hermenn sendir á svæðið

Slökkviliðsmenn börðust við eldana í héruðunum Ourem, Pombal og Carrazeda de Ansiaes. Eldurinn náði að teygja sig 50 metra frá húsum í portúgalska bænum Almogadel.

Yfir 700 hermenn voru sendir á svæðið í dag eftir að 1.500 hektarar af grænmetisökrum urðu eldinum að bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert