Mögulega elsti steingervingurinn úr manneskju í Evrópu

Hér má sjá kjálkabeinið sem fannst á Spáni í júní …
Hér má sjá kjálkabeinið sem fannst á Spáni í júní og er nú talið elsti steingervingur sem hefur fundist úr manneskju í Evrópu. AFP

Hluti kjálka­beins sem fannst á norður Spáni í júní gæti verið elsti stein­gerv­ing­ur­inn sem finnst úr mann­eskju í Evr­ópu, að sögn stein­gerv­inga­fræðinga á Spáni. 

Stein­gerv­ing­ur­inn sem fannst í Atapu­erca á norður­hluta Spán­ar er tal­inn vera um 1,4 millj­óna ára gam­all. Fram að þessu hafði elsti stein­gerv­ing­ur­inn verið kjálka­bein sem fannst á sama stað á Spáni árið 2007. Það var ályktað að hann væri 1,2 millj­óna ára gam­all.

Beinið sem fannst í síðasta mánuði fannst tveim­ur metr­um dýpra í jarðveg­in­um en kjálka­beinið sem fannst 2007 og því reikna fræðimenn á svæðinu með að það sé tals­vert eldra. 

Verður beinið núna fært á rann­sókn­ar­stofu í borg­inni Burgos sem er tíu kíló­metr­um frá Atapu­erca. Þar verða gerðar rann­sókn­ir á bein­inu til að leiða til lykta hversu gam­alt það er í raun og veru. Að sögn Berumdez de Castro, fram­kvæmda­stjóra forn­leif­a­starf­semi á svæðinu, mun það taka sex til átta mánuði að staðfesta ald­ur stein­gerv­ings­ins. 

Er talið mjög lík­legt að beinið sé úr fyrstu teg­und manna sem námu land í Evr­ópu, Homo an­tecess­or.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert