Stjórnmálamenn hjálpuðu Uber

Stjórnmálamenn aðstoðuðu fyrirtækið við framgang þess.
Stjórnmálamenn aðstoðuðu fyrirtækið við framgang þess. AFP

Gagnaleki í tengslum við farveituna Uber sýnir hvernig fyrirtækið fékk ýmsa stjórnmálamenn til að aðstoða fyrirtækið við að koma leigubílaiðnaði Evrópu úr jafnvægi.

Gögnin afhjúpa til að mynda hvernig Uber hefur beitt sér í samskiptum við efstu stjórnmálamenn sem og ámælisverða verkferla fyrirtækisins sem var ætlað að tryggja að lögregla fengi ekki aðgang að tölvum fyrirtækisins.

Átti í beinum samskiptum við Macron

Gögnin sýna þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Neelie Kroese fyrrverandi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Lekinn hefur verið kallaður „Uber Files“.

Í gögnunum er að finna samskipti Travis Kalanick, fyrrverandi yfirmann fyrirtækisins, við Macron þar sem forsetinn hjálpaði fyrirtækinu í leynd í Frakklandi þegar hann var fjármálaráðherra. Svo virðist sem Macron hafi gert allt sem hann gat í sínu valdi til þess að hjálpa Uber að ryðja sér rúms á markaðnum.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Kom í veg fyrir aðgang lögreglu að tölvum

Gögnin sýna einnig hvernig Kalanick setti á fót verkferla sem áttu að koma í veg fyrir að lögreglan fengi aðgang að tölvum fyrirtækisins. Notast var við verkferlana í Kanada, Belgíu, Indlandi, Rúmeníu, Ungverjalandi og Frakklandi.

Um 124.000 skrám var lekið og á meðal þeirra eru 83.000 tölvupóstar. Var þeim upphaflega lekið til fjölmiðilsins the Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert