500 pör fögnuðu ástinni í New York

Ástinni var fagna í gær.
Ástinni var fagna í gær. AFP/Kena Betancur

Um það bil 500 pör fögnuðu sambandi sínu á götum New York-borgar í gær.

Markmið viðburðarins var fagna pörum sem ætluðu að gifta sig en þurftu að fresta brúðkaupi sínu eða halda annarskonar brúðkaup en stóð til sökum Covid-19 heimsfaraldursins.

Mörg pör þurftu að fresta brúðkaupi sínu vegna heimsfaraldursins.
Mörg pör þurftu að fresta brúðkaupi sínu vegna heimsfaraldursins. AFP/Kena Betancur

Faraldurinn hafði áhrif á brúðkaupsplön Ericu Hackman og Richard Hackman

Í samtali við fréttastofu AFP segja hjónin að þau hafi gifst í fyrra en vegna faraldursins hafi einungis þeirra nánasta fjölskylda verið viðstödd og allir gestir hafi borið grímur. Því segja þau einstaklega gaman fyrir sig að fagna ást sinni núna með fólki sem gekk í gegnum það sama.

Fólk klæddi sig upp til að fagna ástinni.
Fólk klæddi sig upp til að fagna ástinni. AFP/Kena Betancur

Anne-Marie Colon rölti meðal paranna með mynd af unnusta sínum sem lést af völdum Covid-19 í apríl 2020.

„Vikuna sem hann lést áttum við að vera í Arúbu að gifta okkur. Og þess vegna fannst mér gott að koma í dag og fagna lífinu sem við deildum saman í ellefu ár,“ sagði hún við fréttastofu AFP.

Um 500 pör söfnuðust saman í borginni.
Um 500 pör söfnuðust saman í borginni. AFP/Kena Betancur

Lloyd-Kline, sem giftist eiginkonu sinni árið 2008 í Torontó, sagði við fréttastofu AFP að henni fyndist gaman að fá dag til að fagna ástinni og gera það sýnilega þar sem réttindi samkynhneigðra hafi átt undir högg að sækja.

AFP/Kena Betancur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert