Abe var „maður með framtíðarsýn“

„Hann hafði sjaldgæfa eiginleika. Hann var maður með framtíðarsýn og hæfileika til að láta hana verða að veruleika,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við komuna til Japans.

Þangað var hann mættur til að votta samúð sína eftir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var skotinn til bana í síðustu viku.

„Ég er hér vegna þess að Bandaríkin og Japan eru meira en samherjar; við erum vinir. Og þegar vinur er í sárum þá mætir maður á staðinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert