Bannon samþykkir að bera vitni

Bannon hefur nú samþykkt að bera vitni en áður hafði …
Bannon hefur nú samþykkt að bera vitni en áður hafði hann neitað því. AFP/Getty Images/Win McNamee

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, hefur nú samþykkt að bera vitni í yfirheyrslum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. 

Bannon hafði áður verið ákærður fyr­ir að van­v­irða Banda­ríkjaþing eft­ir að hafa neitað að bera vitni um árás­ina á þing­húsið. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast innan nokkurra daga.

Þingnefndin sem rannsakar árásina hefur jafnframt krafist vitnisburðar frá öðrum ráðgjöfum Trump, líkt og Rudy Giuli­ani, lög­fræðingi Trumps, og dóttur hans Ivönku Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert