Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, hefur nú samþykkt að bera vitni í yfirheyrslum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn.
Bannon hafði áður verið ákærður fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing eftir að hafa neitað að bera vitni um árásina á þinghúsið. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast innan nokkurra daga.
Þingnefndin sem rannsakar árásina hefur jafnframt krafist vitnisburðar frá öðrum ráðgjöfum Trump, líkt og Rudy Giuliani, lögfræðingi Trumps, og dóttur hans Ivönku Trump.