Bilunin hafi orðið vegna uppfærslu á grunnneti

Bilunin hafði meðal annars áhrif á neyðarlínur í landinu.
Bilunin hafði meðal annars áhrif á neyðarlínur í landinu. AFP/Olivier Douliery

Kanadíska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Rogers hef­ur nú beðist af­sök­un­ar á bil­un sem varð á þjón­ustu þess, en bil­un­in hafði áhrif á marg­vís­lega þjón­ustu um allt land.

Tony Staffieri, for­stjóri Rogers, seg­ir að bil­un­in hafi orðið vegna upp­færslu á grunnn­eti fyr­ir­tæk­is­ins.

BBC grein­ir frá.

Bil­un­in hafði meðal ann­ars áhrif á sam­göng­ur, banka­starf­semi og neyðarþjón­ustu í land­inu. Áttu neyðarlín­ur einnig erfitt með að mót­taka sím­töl.

Þjón­ustu­leysið hófst klukk­an 04:30 að staðar­tíma á föstu­dag­inn og stóð yfir í meira en 15 klukku­stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert