Bilunin hafi orðið vegna uppfærslu á grunnneti

Bilunin hafði meðal annars áhrif á neyðarlínur í landinu.
Bilunin hafði meðal annars áhrif á neyðarlínur í landinu. AFP/Olivier Douliery

Kanadíska fjarskiptafyrirtækið Rogers hefur nú beðist afsökunar á bilun sem varð á þjónustu þess, en bilunin hafði áhrif á margvíslega þjónustu um allt land.

Tony Staffieri, forstjóri Rogers, segir að bilunin hafi orðið vegna uppfærslu á grunnneti fyrirtækisins.

BBC greinir frá.

Bilunin hafði meðal annars áhrif á samgöngur, bankastarfsemi og neyðarþjónustu í landinu. Áttu neyðarlínur einnig erfitt með að móttaka símtöl.

Þjónustuleysið hófst klukkan 04:30 að staðartíma á föstudaginn og stóð yfir í meira en 15 klukkustundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert