Hiti gæti náð 34 gráðum í Bretlandi

Þann 17. júní mældist hitinn 32,7 gráður í London.
Þann 17. júní mældist hitinn 32,7 gráður í London. AFP/Carlos Jasso

Hita­bylgja er nú í Bretlandi og hef­ur veður­stof­an gefið út viðvör­un fyr­ir sunnu­dag­inn 17. júlí. Viðvör­un­in nær yfir mest allt Bret­land og hluta Wales og mun standa fram í byrj­un næstu viku.

Hiti í Bretlandi mæl­ist nú hæst 31,2 gráður á Heathrow-flug­velli í Lund­ún­um og gæti hækkað enn frek­ar.

Chris Fawkes, veður­fréttamaður hjá breska rík­is­út­varp­inu – BBC, sagði mögu­legt að dag­ur­inn í dag yrði sá heit­asti í ár hingað til og er bú­ist við því að hiti fari upp í 34 gráður í aust­ur­hluta Bret­lands.

Veður­stof­an hef­ur ráðlagt fólki að halda sig inn­an­dyra og drekka nóg af vökva til að tak­ast á við hit­ann.

Hæsti hiti sem mælst hef­ur í Bretlandi var 38,7 gráður þann 25. júlí 2019 í grasag­arðinum í Cambridge.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert