Hitabylgja er nú í Bretlandi og hefur veðurstofan gefið út viðvörun fyrir sunnudaginn 17. júlí. Viðvörunin nær yfir mest allt Bretland og hluta Wales og mun standa fram í byrjun næstu viku.
Hiti í Bretlandi mælist nú hæst 31,2 gráður á Heathrow-flugvelli í Lundúnum og gæti hækkað enn frekar.
Chris Fawkes, veðurfréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu – BBC, sagði mögulegt að dagurinn í dag yrði sá heitasti í ár hingað til og er búist við því að hiti fari upp í 34 gráður í austurhluta Bretlands.
Veðurstofan hefur ráðlagt fólki að halda sig innandyra og drekka nóg af vökva til að takast á við hitann.
Hæsti hiti sem mælst hefur í Bretlandi var 38,7 gráður þann 25. júlí 2019 í grasagarðinum í Cambridge.