Kona látin eftir slysið í Manchester

Alvarlegt slys varð í gærkvöldi í Manchester borg þar sem …
Alvarlegt slys varð í gærkvöldi í Manchester borg þar sem EM kvenna í fótbolta er nú haldið. AFP/Sebastien Bozon

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni á tveimur hæðum var ekið á strætóskýli nálægt EM-torginu í Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi.

Manchester Evening news greinir frá.

Áreksturinn átti sér stað klukkan hálftíu að staðartíma á Portland-stræti í borginni í gærkvöldi. Mik­ill viðbúnaður var vegna at­viks­ins en EM í fót­bolta fer fram í borg­inni um þess­ar mund­ir eins og kunn­ugt er.

Tveir aðrir eru slasaðir á sjúkrahúsi. Kona á sextugsaldri er alvarlega slösuð og maður á sjötugsaldri er með minniháttar meiðsl.

Að sögn lögreglunnar í Manchester aðstoðaði bílstjóri strætisvagnsins lögregluna á vettvangi slyssins.

Veginum var lokað í gær þar til um 6 í morgun að staðartíma en strætóskýlið er enn lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert