Kona látin eftir slysið í Manchester

Alvarlegt slys varð í gærkvöldi í Manchester borg þar sem …
Alvarlegt slys varð í gærkvöldi í Manchester borg þar sem EM kvenna í fótbolta er nú haldið. AFP/Sebastien Bozon

Kona á sex­tugs­aldri er lát­in eft­ir að stræt­is­vagni á tveim­ur hæðum var ekið á strætó­skýli ná­lægt EM-torg­inu í Picca­dilly Gardens í Manchester á Englandi.

Manchester Even­ing news grein­ir frá.

Árekst­ur­inn átti sér stað klukk­an hálf­tíu að staðar­tíma á Port­land-stræti í borg­inni í gær­kvöldi. Mik­ill viðbúnaður var vegna at­viks­ins en EM í fót­bolta fer fram í borg­inni um þess­ar mund­ir eins og kunn­ugt er.

Tveir aðrir eru slasaðir á sjúkra­húsi. Kona á sex­tugs­aldri er al­var­lega slösuð og maður á sjö­tugs­aldri er með minni­hátt­ar meiðsl.

Að sögn lög­regl­unn­ar í Manchester aðstoðaði bíl­stjóri stræt­is­vagns­ins lög­regl­una á vett­vangi slyss­ins.

Veg­in­um var lokað í gær þar til um 6 í morg­un að staðar­tíma en strætó­skýlið er enn lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert