Þjóðverjar óttast að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasið

AFP

Í tíu daga hef­ur ekk­ert rúss­neskt gas verið flutt til Þýska­lands í gegn­um Nord Stream-gas­leiðsluna. For­svars­menn Gazprom í Rússlandi segja að ástandið megi rekja til ár­legr­ar viðhalds­vinnu. 

Þýsk­ir ráðherr­ar telja aft­ur á móti að um sé að ræða póli­tíska ákvörðun og að Rúss­ar reyni með þessu að setja þrýst­ing á þýsk stjórn­völd, að því er seg­ir í um­fjöll­un breska út­varps­ins.  

Robert Habeck, efna­hags­ráðherra Þýska­lands, sagði í síðasta mánuði að Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, væri að nota gas sem vopn til að svara þeim efna­hagsþving­un­um sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur samþykkt að beita Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. 

Robert Habeck, efnahagsráðherra Þýskalands.
Robert Habeck, efna­hags­ráðherra Þýska­lands. AFP

Um miðjan júní dró Gazprom veru­lega úr gasút­flutn­ingi í gegn­um Nord Stream 1 gas­leiðsluna þannig að nýt­ing­in fór niður í um 40% af heild­araf­kasta­getu leiðslunn­ar. Þá sögðu tals­menn Gazprom að það mætti rekja til tafa á af­hend­ingu á tækja­búnaði sem hafði verið í viðgerð hjá þýska fyr­ir­tæk­inu Siem­ens Energy. 

Rík­is­stjórn Kan­ada hef­ur greint frá því að hún muni skila Si­mens-túr­bú­inu, sem búið er að gera við, til Þýska­lands sem verður notuð fyr­ir gas­leiðsluna. Þetta hef­ur reitt úkraínsk stjórn­völd til reiði sem saka Kan­ada­menn um að aðlaga efna­hagsþving­an­irn­ar gegn Rúss­um að rúss­nesk­um duttl­ung­um. 

AFP

Kanadísk stjórn­völd segja að verið sé að gefa Si­mens í Kan­ada tíma­bundið leyfi, sem hægt er að aft­ur­kalla, til að senda búnaðinn aft­ur til Þýska­lands, þrátt fyr­ir samþykkt­ar refsiaðgerðir. 

Þýsk stjórn­völd ótt­ast að Rúss­ar muni draga enn frek­ar úr gasút­flutn­ingi til lands­ins, eða jafn­vel skrúfa al­farið fyr­ir það. 

Þetta hef­ur einnig áhrif á Ítal­íu þar sem orku­fyr­ir­tækið Eni seg­ir að það muni fá um þriðjungi minna af gasi frá Gazprom í dag miðað við und­an­farna daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert