Setja saman milljóna manna her

Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu.
Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP

Úkraína hyggst setja saman milljóna manna her búinn vopnum frá NATO til að endurheimta suðurhluta landsins frá rússneskum hersveitum, að sögn Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu.

Nauðsynlegt sé fyrir efnahag landsins að ná aftur svæðunum við Svartahaf.

Reznikov sagði um 700 þúsund manns vera í hernum, en með lögreglu, landhelgisgæslu og fleirum væri talan nær milljón.

Varar við tölunni

Jack Watling, hjá bresku hugveitunni RUSI (Royal United Services Institute), varaði hins vegar við tölunni.

„Það er ekki milljóna manna her sem mun gera gagnárás,“ sagði hann við BBC.

„Venjulega myndirðu vilja koma á óvart þegar þú gerir gagnárás, svo það að tilkynna það opinberlega snýst að hluta til um að neyða Rússa til að leggja meira fjármagn til að verjast þessari ógn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert