Telja forsetann ætla að flýja til Dúbaí

Mikil átök hafa átt sér stað í Srí Lanka síðustu …
Mikil átök hafa átt sér stað í Srí Lanka síðustu mánuði. AFP/Ishara S. Kodikara

Gota­baya Rajapaksa, for­seta Srí Lanka, hef­ur verið flogið á flug­stöð ná­lægt aðal alþjóðaflug­velli lands­ins. Vek­ur það upp vanga­velt­ur um hvort að hann fari í út­legð er­lend­is.

For­set­inn flúði for­seta­bú­stað sinn skömmu áður en tugþúsund­ir mót­mæl­enda réðust á bú­staðinn á laug­ar­dag­inn. Nokkr­um klukku­stund­um síðar til­kynnti for­seti þings­ins að Rajapaksa myndi segja af sér á miðviku­dag­inn.

Fjöl­miðlar í Srí Lanka greina frá því að for­set­inn muni fara til Dúbaí síðar í dag en eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið gefn­ar um staðsetn­ingu for­set­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert