Telja forsetann ætla að flýja til Dúbaí

Mikil átök hafa átt sér stað í Srí Lanka síðustu …
Mikil átök hafa átt sér stað í Srí Lanka síðustu mánuði. AFP/Ishara S. Kodikara

Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur verið flogið á flugstöð nálægt aðal alþjóðaflugvelli landsins. Vekur það upp vangaveltur um hvort að hann fari í útlegð erlendis.

Forsetinn flúði forsetabústað sinn skömmu áður en tugþúsundir mótmælenda réðust á bústaðinn á laugardaginn. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti forseti þingsins að Rajapaksa myndi segja af sér á miðvikudaginn.

Fjölmiðlar í Srí Lanka greina frá því að forsetinn muni fara til Dúbaí síðar í dag en engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar um staðsetningu forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert