Um 7.200 úkraínskir hermenn hafa horfið

Allt að 7.200 úkraínskir hermenn hafa horfið.
Allt að 7.200 úkraínskir hermenn hafa horfið. AFP

Allt að 7.200 úkraínskir hermenn hafa horfið frá því að rússneskar hersveitir réðust inn í landið 24. febrúar. Oleh Kotenko, umboðsmaður þeirra sem týnst hafa í stríðsátökunum, segir meirihluta þeirra vera í haldi Rússa.

BBC greinir frá, en hvorki her Úkraínu né Rússlands hefur tjáð sig opinberlega um málið.

Kotenko vonast til þess að fangaskipti geti átt sér stað og úkraínsku hermennirnir komist heim fyrr eða síðar, en nokkur fangaskipti hafa átt sér stað milli Rússlands og Úkraínu frá því að innrásin hófst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert