Verðum átta milljarðar í nóvember

Íbúar heimsins munu telja 8 milljarða 15. nóvember.
Íbúar heimsins munu telja 8 milljarða 15. nóvember. AFP

Búist er við því að íbúar heimsins nái átta milljörðum þann 15. nóvember, samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna. Þá er einnig gert ráð fyrir því að Indland fari fram úr Kína sem fjölmennasta land heims árið 2023.

Þessi áfangi í íbúafjölda „er áminning um sameiginlega ábyrgð okkar til að sjá um plánetuna okkar,“ sagði Antonio Guterres, aðalritari SÞ.

„Þetta er tilefni til að fagna fjölbreytileika okkar, viðurkenna sameiginlegt manneðli okkar og dásama framfarir í heilsu fólks sem hafa lengt líftíma og verulega dregið úr dánartíðni mæðra og barna,“ bætti hann við.

Samkvæmt spá efnahags- og félagsmálaráðuneytis Sameinuðu þjóðanna hefur íbúum jarðar hafi ekki fjölgað jafnhægt síðan árið 1950.

10 milljarðar í lok aldar

Fólksfjöldi ætti að ná 8,5 milljörðum árið 2030, 9,7 milljörðum árið 2050 og 10,4 milljörðum manna á níunda áratug þessarar aldar. Gert er ráð fyrir að mannkynið haldist í 10 milljörðunum fram til loka þessarar aldarar en síðan muni fólki fækka.

Samkvæmt spánni mun helmingur fólksfjölgunar eiga sér stað í átta löndum: Lýðveldinu Kongó, Egyptalandi, Eþíópíu, Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Filippseyjum og Tansaníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert