Vilja þingrannsókn á Macron í kjölfar gagnalekans

Macron er krafinn svara.
Macron er krafinn svara. AFP/Bertrand Guay

Stjórn­mála­menn í stjórn­ar­and­stöðu Frakk­lands hafa kallað eft­ir þingr­ann­sókn á Emm­anu­el Macron, for­seta lands­ins, í kjöl­far Uber-gagnalek­ans sem sýn­ir meðal ann­ars að for­set­inn hafi veitt far­veit­unni Uber víðtæka aðstoð við að ryðja sér til rúms á markaði þegar hann var efna­hags­ráðherra lands­ins og við að koma leigu­bílaiðnaði úr jafn­vægi.

The Guar­di­an grein­ir frá.

Greint var frá lek­an­um í gær, en um 124.000 skrám var lekið og á meðal þeirra eru 83.000 tölvu­póst­ar. Var þeim upp­haf­lega lekið til fjöl­miðils­ins The Guar­di­an.

Macron hafi ein­fald­lega verið að sinna starfi sínu

Vinst­ris­innaði þingmaður­inn Aurélien Taché sagði í viðtali við út­varpið France Info: „Þetta er næst­um eins og slæm spennu­mynd - fund­ir og stefnu­mót sem voru fal­in.“

Sagði hann einnig að rann­saka yrði það að fyr­ir­tækið hafi óskað eft­ir aðstoð Macron er eft­ir­lits­menn rík­is­ins leituðu gagna á ein­um af skrif­stof­um þeirra.

Þá sakaði hægris­innaði þingmaður­inn Jor­d­an Bar­della for­set­ann um að þjóna einka­hags­mun­um, oft er­lend­um, frem­ur en þjóðar­hags­mun­um.

Aur­ore Bergé, þing­flokks­formaður flokks Macron, sagði for­set­ann ein­fald­lega hafa verið að sinna starfi sínu og gert það vel. Hún sagði við CNews að Uber hefði búið til þjón­ustu sem Frakk­ar vildu nýta sér og Macron hefði rétti­lega auðveldað komu fyr­ir­tækja sem sköpuðu störf í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert