125 slökkviliðsmenn berjast við eld í Lundúnum

Eldurinn kviknaði í breskum pöbb við Trafalgar torg í Lundúnaborg.
Eldurinn kviknaði í breskum pöbb við Trafalgar torg í Lundúnaborg. skjáskot/ slökkviliðið í Lundúnum

Eldur kviknaði á bar við Trafalgar-torg í Lundúnaborg í Bretlandi, laust fyrir klukkan sex í kvöld. 20 slökkviliðsbifreiðar með 125 slökkviliðsmönnum standa nú í ströngu við að ná tökum á eldinum. 

Barinn sem um ræðir heitir The Admiralty pub. Hann er í raðhúsi. Þegar eldsins varð vart, þurfti að rýma húsið sem og önnur aðliggjandi hús. Alls þurftu 150 manns að yfirgefa svæðið áður en slökkviliðið bar að. 

Þurfti liðsauka

Upprunalega voru kallaðir út tíu slökkviliðsbílar og 70 slökkviliðsmenn. Brátt varð ljóst að það myndi ekki duga til og þá var kallað eftir tíu slökkviliðsbílum til viðbótar með tilheyrandi mannskap. 

Hálfur kjallari hússins var í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði, að sögn varðstjóra. Guardian ræddi við hann. 

Ekki hafa borist upplýsingar um nein slys á fólki. Eldsupptök eru óþekkt á þessu stigi málsins. Þeir sem staddir eru í Lundúnum eru beðnir um að halda sér í fjarlægð frá torginu og varað er við að talsverðar umferðarteppur myndist. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert