300.000 í útgöngubann vegna eins smits

Sýnataka úti á götu í Sjanghæ í Kína.
Sýnataka úti á götu í Sjanghæ í Kína. AFP

Um 300.000 íbú­ar þurfa nú að sæta út­göngu­banni í Wu­gang í Kína eft­ir að aðeins eitt smit greind­ist í borg­inni.

Kína er eitt fárra landa sem enn aðhyll­ist svo­kallaða núll­stefnu í Covid. Þá er gripið til skyndi­legra hertra sótt­varn­ar­tak­mark­ana ef upp koma smit.

Yf­ir­völd á nokkr­um svæðum í Kína hafa sett á ýms­ar tak­mark­an­ir þar sem þau eiga í erfiðleik­um með að koma í veg fyr­ir ný smit af völd­um Ómíkron-af­brigðis­ins sem breiðist hratt.

Fá helstu nauðsynj­ar af­hent­ar

Í Wu­gang var til­kynnt um þriggja daga út­göngu­bann í kjöl­far smits­ins og mega því eng­ir af 320.000 íbú­um borg­ar­inn­ar stíga fæti út fyr­ir húss­ins dyr þar til því lýk­ur.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu verða helstu nauðsynj­ar af­hent­ar íbú­un­um af yf­ir­völd­um.

Þá er íbú­un­um óheim­ilt að ferðast með bíl­um sín­um nema í neyðar­til­fell­um og þurfa þeir þá að afla sér sér­stakr­ar ferðaheim­ild­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert