Biðla til flugfélaga að hætta að selja miða

Heathrow-flugvöllur segist aðeins ráða við 100.000 brottfararfarþega á dag.
Heathrow-flugvöllur segist aðeins ráða við 100.000 brottfararfarþega á dag. AFP

Heathrow-flug­völl­ur hef­ur beðið flug­fé­lög um að hætta að selja flug­farmiða fyr­ir sum­arið. Völl­ur­inn hef­ur átt í vand­ræðum með að eiga við þann mikla straum ferðamanna sem nú fer þar um. 

Flug­völl­ur­inn hef­ur tak­markað fjölda farþega sem geta flogið frá vell­in­um dag hvern yfir sum­ar­mánuðina við 100.000 en það eru 4.000 færri en nú er áætlað, að því er kem­ur fram í frétt breska út­varps­ins.

Þúsund­ir ferðamann sem eiga flug frá Bretlandi hafa orðið fyr­ir áhrif­um af trufl­un­um und­an­farn­ar vik­ur, þar á meðal hef­ur flug­um þeirra verið af­lýst á síðustu stundu.

Flug­vell­ir og flug­fé­lög sem sögðu upp starfs­fólki í Covid hafa átt í erfiðleik­um með að ráða starfs­fólk aft­ur nú þegar ferðamannaiðnaður­inn hef­ur tekið við sér.

Ekki hægt að þjón­usta á ásætt­an­leg­an hátt

Flug­fé­lög­um var gert kleift að gera breyt­ing­ar á flug­skipu­lagi í sum­ar án þess að vera sektuð en þrátt fyr­ir það eru flug­in of mörg til að hægt sé að þjón­usta þau á ásætt­an­leg­an hátt, að sögn John Hol­land-Kaye fram­kvæmda­stjóra Heathrow. 

„Und­an­farn­ar vik­ur, þegar brott­far­arfarþegar hafa reglu­lega farið yfir 100.000 á dag, höf­um við séð stund­ir þar sem þjón­usta fer niður á stig sem er ekki ásætt­an­legt: lang­ar biðraðir og taf­ir, tösk­ur sem ferðast ekki með farþegum eða koma seint, lít­il stund­vísi og af­bók­an­ir á síðustu stundu,“ sagði Hol­land-Kaye og bætti við að þeirra mat væri að flug­völl­ur­inn gæti ekki þjónað fleiri farþegum en 100.000 dag­lega.

Þá sagði hann nýj­ustu spár benda til þess að brott­far­arfarþegar í sum­ar yrðu að meðaltali 104.000, eða 4.000 of marg­ir á dag.

„Í augna­blik­inu hafa að meðaltali aðeins um 1.500 af þess­um 4.000 dag­legu sæt­um verið seld til farþega og því erum við biðja sam­starfsaðila okk­ar um að hætta að selja sum­armiða til að tak­marka áhrif á farþega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert