Forseti Srí Lanka flýr heimaland sitt

Árið 2019 þegar lífið lék við bræðurna Mahinda Rajapaksa, þáverandi …
Árið 2019 þegar lífið lék við bræðurna Mahinda Rajapaksa, þáverandi forsætisráðherra Srí Lanka, og Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka. AFP/Ishara S. Kodikara

Gota­baya Rajapaksa, for­seti Srí Lanka, hef­ur flúið heima­land sitt og er nú kom­inn til Maldív­eyja.

For­set­inn flaug, ásamt eig­in­konu og líf­verði, með Ant­onov-32 herflug­vél frá alþjóðaflug­velli í Srí Lanka til Maldív­eyja.

Er þau lentu voru þau flutt með lög­reglu­fylgd á ótil­greind­an stað, hef­ur AFP eft­ir flug­vall­a­starfs­manni á svæðinu.

Efna­hag­ur­inn aldrei verri

Ásamt öðrum stjórn­mála­mönn­um í land­inu hef­ur for­set­inn verið mikið gagn­rýnd­ur, en efna­hags­ástand í eyrík­inu hef­ur aldrei verið verra.

Rajapaksa sagði um helg­ina að hann ætlaði sér að segja starfi sínu lausu á miðviku­dag til að greiða fyr­ir friðsam­leg­um stjórn­ar­skipt­um. Tug­ir þúsunda mót­mæl­anda brut­ust inn í heim­ili hans í höfuðborg­inni Colom­bo.

Ásamt sögu­leg­um efna­hags­vand­ræðum í land­inu hef­ur eyríkið nán­ast klárað all­an eldsneyt­is­forða sinn. Rík­is­stjórn­in hef­ur fyr­ir­skipað lok­an­ir á ónauðsyn­leg­um skrif­stof­um og skól­um til að minnka ferðir á milli staða og spara þannig eldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert