Forsetinn reynir að flýja með skipi

Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka.
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka. AFP

Gota­baya Rajapaksa, for­seti Srí Lanka, hélt til flota­stöðvar í dag með það fyr­ir aug­um að flýja eyj­una með skipi, eft­ir að til­raun til að fljúga frá flug­vell­in­um mistókst.

Öllum farþegum var á mánu­dag­inn gert að fara í gegn­um op­in­bera inn­rit­un á alþjóðaflug­vell­in­um í Srí Lanka. For­set­inn og fylgd­arlið hans fóru ekki í gegn­um þá leið af ótta við viðbrögð al­menn­ings og misstu þar af leiðandi af fjór­um flug­ferðum til Dúbaí.

Til­raun­ir til að skipu­leggja herflug mistók­ust einnig þar sem rými til lend­ing­ar var ekki til­tækt strax. Gistu for­seta­hjón­in á flug­her­stöð við hliðina á flug­vell­in­um í nótt. Hóp­ur­inn yf­ir­gaf her­stöðina síðdeg­is í dag í tveim­ur þyrl­um á leið til hafn­ar í Trincom­a­lee.

Besti kost­ur­inn að fara með skipi

Hátt­sett­ur heim­ild­armaður í varn­ar­mál­um sagði besta kost­inn vera að fara úr landi með skipi og er það nú til umræðu. „Hann gæti farið til Maldív­eyja eða Ind­lands og fengið flug til Dúbaí.“

For­set­inn hef­ur lofað að segja af sér á miðviku­dag í kjöl­far víðtækra mót­mæla gegn hon­um en tugþúsund­ir mót­mæl­enda réðust á for­seta­bú­staðinn á laug­ar­dag­inn.

Sem for­seti nýt­ur Rajapaksa friðhelgi gegn hand­töku og talið er að hann vilji fara úr landi áður en hann læt­ur af embætti til að forðast mögu­leik­ann á varðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert