Leiðtogi Ríkis íslams í Sýrlandi allur

Vegurinn sem al-Agal var skotinn á er talsvert skemmdur eftir …
Vegurinn sem al-Agal var skotinn á er talsvert skemmdur eftir árásina. AFP/Bakr Alkasem

Leiðtogi Rík­is íslams í Sýr­landi féll í dróna­árás í dag. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna.

Leiðtog­inn, Maher al-Agal, var keyr­andi á mótor­hjóli ná­lægt Jindires í norður­hluta Sýr­lands þegar árás­in átti sér stað. Einnig slasaðist einn af helstu aðstoðarmönn­um hans al­var­lega í árás­inni að sögn tals­manns banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, Dave East­burn.

Í til­kynn­ingu frá miðstjórn banda­ríkja­hers seg­ir að al-Agal hafi verið einn af fimm valda­mestu leiðtog­um Ríki íslams.

„Til viðbót­ar við að vera hátt­sett­ur leiðtogi hóps­ins, ber al-Agal ábyrgð á upp­bygg­ingu tengsla Ríki íslams fyr­ir utan land­steina Íraks og Sýr­lands,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert