Mo Farah seldur mansali sem barn

Sir Mo Farah, einn besti langhlaupari sögunnar.
Sir Mo Farah, einn besti langhlaupari sögunnar. AFP

Sir Mo Farah, einn besti lang­hlaup­ari sög­unn­ar, var seld­ur man­sali og flutt­ur ólög­lega til Bret­lands þegar hann var níu ára gam­all. Hann hafði upp­haf­lega sagst hafa komið til lands­ins sem flóttamaður frá Sómal­íu með for­eldr­um sín­um.

Þetta kem­ur fram í heim­ilda­mynd BBC sem sýnd verður annað kvöld.

Farah sagðist hafa fengið nafnið Mohamed Farah frá þeim sem fluttu hann til Bret­lands frá Dj­í­bútí í Afr­íku en hans rétta nafn sé hins veg­ar Hus­sein Abdi Kahin.

Í heim­ilda­mynd­inni seg­ist hann aldrei áður hafa séð kon­una sem flaug með hann til Bret­lands og þegar hann kom til lands­ins hafi hann verið lát­inn gera hús­verk og hugsa um börn. Hann fékk ekki að ganga í skóla fyrr en hann var orðinn 12 ára gam­all.

Skyldi þegja ef hann vildi fá að borða

Hon­um var sagt að hann skyldi þegja ef hann vildi borða og sjá fjöl­skyldu sína aft­ur. „Ég læsti mig oft inni á baði og grét,“ seg­ir Farah.

Kon­an sem flaug með hann til Bret­lands hafði upp­haf­lega sagt hon­um að hann væri að fara til Evr­ópu til að búa hjá fjöl­skyldumeðlim­um sín­um. Farah seg­ist hafa verið spennt­ur enda hafi hann aldrei fyrr flogið um borð í flug­vél. Þá hafi kon­an sagt hon­um að hann ætti að segj­ast heita Mohamed og hafði hún í för með sér fölsuð ferðaskír­teini fyr­ir hann.

Þegar komið var til London tók kon­an af hon­um blaðsefni með tengiliðaupp­lýs­ing­um fjöl­skyldu hans. Þá vissi Farah að hann væri í vand­ræðum.

Sagði loks íþrótta­kenn­ar­an­um

Þegar Farah fékk loks að fara í skóla talaði hann litla ensku og lokaður en var allt ann­ar þegar hann fékk að hlaupa í íþrótta­tím­um. „Eina tungu­málið sem hann virt­ist skilja var tungu­mál íþrótta,“ sagði íþrótta­kenn­ar­inn Alan Watkin­son. Sjálf­ur hef­ur Farah sagt að hlaupið hafi verið líflín­an hans.

Loks sagði hann íþrótta­kenn­ar­an­um frá því hver hann væri í raun og veru og að hann væri neydd­ur til að vinna hjá þeim sem sögðust vera fjöl­skylda hans. Hún hafði sam­band við yf­ir­völd og hann fór í fóst­ur hjá fjöl­skyldu frá Sómal­íu.

„Ég saknaði enn fjöl­skyld­unn­ar minn­ar, en frá þess­ari stundu varð allt betra,“ seg­ir Farah í heim­ilda­mynd­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert