Öfgafull hitabylgja ríður yfir Evrópu

Hér má sjá hvernig hitinn nálgast 44 gráður í Sevilla …
Hér má sjá hvernig hitinn nálgast 44 gráður í Sevilla á Spáni. AFP

Hiti hef­ur farið yfir 40 stig á suður­hluta Íberíu­skag­ans, víðs veg­ar um Spán og Portúgal. Veður­fræðing­ar gera ráð fyr­ir því að hita­bylgj­an fær­ist norðar og aust­ar á næstu dög­um. Í Sevilla á suður­hluta Spán­ar gera spár ráð fyr­ir 44 gráðum.

Slökkvilið á Spáni og í Portúgal hafa átt í fullu fangi með að berj­ast við skógar­elda sem þar hafa verið að kvikna, hver af öðrum. Eru þeir af­leiðing þessa öfga­fulla hita sem ógn­ar til­vist jökla í Alpa­fjöll­um og ger­ir þurrka­tíma­bilið enn þung­bær­ara.

Sum­arið hvergi nærri búið

„Við eig­um von á því að ástandið versni,“ seg­ir Clare Null­is, talsmaður Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar í Genf. Hún bend­ir á að jarðveg­ur sé skraufþurr vegna hit­ans og á að jökl­ar í Alpa­fjöll­um séu að bráðna.

Þá hef­ur hún sér­stak­ar áhyggj­ur í ljósi þess að enn eru marg­ar vik­ur eft­ir af sumri.

Um 300 slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við að slökkva elda í aust­ur­hluta Extremadura héraðsins á Spáni sem tek­ist hef­ur að læsa sig um 2.500 hekt­ara af landsvæði. Bú­ist er við því að það muni taka nokkra daga til viðbót­ar að slökkva þessa elda, sem brut­ust út á mánu­dag.

Heil­brigðis­yf­ir­völd á Spáni vara við al­var­leg­um af­leiðing­um svo mik­ils hita. Fólk er hvatt til þess að drekka nóg af vatni, klæðast létt­um föt­um og eyða sem mest­um tíma í skugga eða inni í loftræstu rými.

Frakk­ar og Bret­ar búa sig und­ir hit­ann

Í Frakklandi hef­ur hiti náð 30 stig­um víða og fer í allt að 39 stig á nokkr­um stöðum í dag. For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Elisa­beth Borne, varaði ráðherra við því að hita­bylgj­an muni vara í allt að tíu daga. Flug­elda­sýn­ing­um vegna 14. júlí, þjóðhátíðardags Frakka, hef­ur verið af­lýst í minnst 20 bæj­um og borg­um sök­um eld­hættu.

Þá er út­lit fyr­ir að hita­bylgja í Bretlandi nái há­marki á sunndag. Lík­ur eru á að hita­metið frá því í júlí 2019, verði slegið, en þá mæld­ust 37,8 gráður í Cambridge.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert