Rússar og Úkraínumenn ræða saman í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur árangurslaust reynt að hvetja …
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur árangurslaust reynt að hvetja til friðar á milli Rússlands og Úkraínu frá því stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. AFP/Gabriel Bouys

Yf­ir­völd í Tyrklandi hafa gefið það út að emb­ætt­is­menn frá Rússlandi, Úkraínu og Sam­einuðu þjóðunum muni heim­sækja Tyrk­land á morg­un til þess að ræða flutn­ing á korni yfir Svarta­haf.

Úkaína er einn af stærstu út­flutn­ingsaðilum hveit­is og ann­ars korns á heimsvísu en inn­rás Rússa hef­ur orðið til þess að fram­boð á þess­um afurðum hef­ur minnkað og verð hækkað mikið í kjöl­farið.

20 skip í biðstöðu í Svarta­hafi

„Einn af lyk­ilþátt­um í fæðuör­yggi heims­ins er að opna úkraínsk­ar hafn­ir,“ seg­ir Andryi Jermak, aðstoðarmaður Volodimírs Selenskís – for­seta Úkraínu.

Yf­ir­völd í Tyrklandi segj­ast vera með 20 flutn­inga­skip til­bú­in í Svarta­hafi sem gætu verið fyllt af korni með skömm­um fyr­ir­vara.

Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands seg­ir að yf­ir­völd í Kreml nálg­ist fund­inn með lista af ströng­um skil­yrðum, þar á meðal að fá að leita í skip­un­um sem kæmu til hafn­ar í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert