Rússar og Úkraínumenn ræða saman í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur árangurslaust reynt að hvetja …
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur árangurslaust reynt að hvetja til friðar á milli Rússlands og Úkraínu frá því stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. AFP/Gabriel Bouys

Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið það út að embættismenn frá Rússlandi, Úkraínu og Sameinuðu þjóðunum muni heimsækja Tyrkland á morgun til þess að ræða flutning á korni yfir Svartahaf.

Úkaína er einn af stærstu útflutningsaðilum hveitis og annars korns á heimsvísu en innrás Rússa hefur orðið til þess að framboð á þessum afurðum hefur minnkað og verð hækkað mikið í kjölfarið.

20 skip í biðstöðu í Svartahafi

„Einn af lykilþáttum í fæðuöryggi heimsins er að opna úkraínskar hafnir,“ segir Andryi Jermak, aðstoðarmaður Volodimírs Selenskís – forseta Úkraínu.

Yfirvöld í Tyrklandi segjast vera með 20 flutningaskip tilbúin í Svartahafi sem gætu verið fyllt af korni með skömmum fyrirvara.

Talsmaður utanríkisráðuneyti Rússlands segir að yfirvöld í Kreml nálgist fundinn með lista af ströngum skilyrðum, þar á meðal að fá að leita í skipunum sem kæmu til hafnar í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert