Samþykkja 140 milljarða aðstoð

Úkraínskir hermenn suður af Karkív-héraði í gær.
Úkraínskir hermenn suður af Karkív-héraði í gær. AFP/Anatolí Stepanov

Fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa samþykkt fjárhagsaðstoð til Úkraínu upp á einn milljarð evra, eða tæpa 140 milljarða króna.

Um er að ræða fyrsta hlutann af níu milljarða evra aðstoð til Úkraínu sem leiðtogar ESB samþykktu í maí.

„Þetta veitir Úkraínu nauðsynlegt fjármagn til að greiða fyrir brýnustu nauðsynjar og tryggja rekstur mikilvægra innviða," sagði Zynek Stanjura, fjármálaráðherra Tékklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert