Breskir sérsveitarmenn hafi myrt óvopnaða í Afganistan

Varnarmálaráðuneyti Bretlands segist ekki geta tjáð sig um einstaka ásakanir.
Varnarmálaráðuneyti Bretlands segist ekki geta tjáð sig um einstaka ásakanir. AFP/Dimitar Dilkoff

Meðlim­ir í bresku sér­sveit­inni myrtu ít­rekað fanga og óvopnaða menn við grun­sam­leg­ar aðstæður í Af­gan­ist­an.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­unn breska út­varps­ins

Ný­leg­ar hernaðar­skýrsl­ur benda til þess að ein her­sveit hafi drepið 54 ein­stak­linga með vafa­söm­um hætti í sex mánaða ferð sinni.

Þá hef­ur BBC gögn und­ir hönd­um sem benda til þess að fyrr­ver­andi yf­ir­maður sér­sveit­ar­inn­ar hafi ekki komið sönn­un­ar­gögn­um um morðin á fram­færi við rann­sókn á mál­inu.

Keppni um að drepa sem flesta

Ein­stak­ling­ar sem þjónuðu í bresku sér­sveit­inni hafa sagt við BBC að þeir hafi orðið vitni að því að meðlim­ir í sér­sveit­inni hafi drepið óvopnað fólk í næturárás­um. Nokkr­ir viðmæl­end­ur BBC hafa einnig sagt að her­sveit­irn­ar hafi verið í keppni sín á milli um að drepa sem flesta.

Þá sýna tölvu­póst­ar að yf­ir­menn sér­sveit­ar­inn­ar hafi verið meðvitaðir um að hugs­an­lega væri verið að drepa með vafa­söm­um hætti, en þær grun­semd­ir voru ekki til­kynnt­ar þrátt fyr­ir að þeim beri laga­leg skylda til þess.

Varn­ar­málaráðuneytið í Bretlandi seg­ist ekki geta tjáð sig um ein­staka ásak­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert