Smáskjálftar á Tenerife

Rauðu deplarnir sýna skjálftana í dag.
Rauðu deplarnir sýna skjálftana í dag. Kort/Involcan

Hrina smáskjálfta hefur gengið yfir Tenerife á Kanaríeyjum frá því laust fyrir klukkan sex í morgun. Involcan, eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja, greindi frá þessu.

Alls hafa skjálftarnir verið yfir 630 talsins frá því í morgun.

Rauðu deplarnir á meðfylgjandi mynd frá Involcan sýna jarðskjálftana í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert