Twitter stefnir Elon Musk fyrir dóm

„Greinilegt er að Musk trúir því að honum, ólíkt öllum …
„Greinilegt er að Musk trúir því að honum, ólíkt öllum öðrum samningsaðium sem lúta lögsögu Delaware dómstólsins, sé heimilt að skipta um skoðun, rústa fyrirtækinu, koma starfsemi þess í uppnám, eyðileggja virði hluthafa og ganga í burt,“ segir í stefnunni. AFP

Stjórn Twitter hef­ur stefnt auðkýf­ingn­um Elon Musk fyr­ir dóm þar sem þess er kraf­ist að hann standi við skuld­bind­ing­ar sam­kvæmt samn­ingi um kaup hans á fyr­ir­tæk­inu fyr­ir 44 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Musk hafði geng­ist við kaup­un­um í apríl, en í síðustu viku til­kynnti hann að hann væri hætt­ur við kaup­in. 

Twitter vill ekki fall­ast á það að ógild­ing­ar­ástæður séu fyr­ir hendi sem geti heim­ilað ein­hliða rift­un Musk á kaup­samn­ingi sem ligg­ur fyr­ir. Þetta kem­ur fram í frétt New York Times.

Musk telji að um hann gildi aðrar regl­ur

„Musk neit­ar að gang­ast við þeim skuld­bind­ing­um sem hann samþykkti með fyr­ir­liggj­andi samn­ingi, gagn­vart fyr­ir­tæk­inu og hlut­höf­um þess, vegna þess að samn­ing­ur­inn þjón­ar ekki leng­ur hans per­sónu­legu hags­mun­um,“ seg­ir í stefn­unni. 

„Greini­legt er að Musk trú­ir því að hon­um, ólíkt öll­um öðrum samn­ingsaðilum sem lúta lög­sögu Delaware dóm­stóls­ins, sé heim­ilt að skipta um skoðun, rústa fyr­ir­tæk­inu, koma starf­semi þess í upp­nám, eyðileggja virði hlut­hafa og ganga í burt.“

Tal um annað sé fyr­ir­slátt­ur

Musk hef­ur borið fyr­ir sig að Twitter hafi neitað að af­henda hon­um gögn er varða svo­kallaða gervi­reikn­inga. Þá kveðst hann ekki trúa yf­ir­lýs­ing­um Twitter, þess efn­is að ein­ung­is 5 pró­sent af not­end­um þeirra, séu gervi­reikn­ing­ar. Þá hef­ur hann einnig gagn­rýnt Twitter fyr­ir að vara sig ekki við áður en tek­in var ákvörðun um að segja upp tveim­ur lyk­il­starfs­mönn­um úr fram­kvæmda­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þrátt fyr­ir þetta ligg­ur fyr­ir að Musk skrifaði und­ir lög­bind­andi samn­ing, þar sem finna má ákvæði er heim­il­ar Twitter að tryggja fulln­ustu samn­ingi með máls­höfðun fyr­ir dóm­stól­um. 

Í stefn­unni held­ur Twitter því fram að Musk vilji hætta við kaup­in vegna þess að hluta­bréfa­verð fyr­ir­tæk­is­ins hafi lækkað að und­an­förnu. Því séu það per­sónu­leg­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir hans sem ráði hér för og að tal um gervi­reikn­inga sé fyr­ir­slátt­ur. 

Óskuðu eft­ir flýtimeðferð

Sean Ed­get, yf­ir­lög­fræðing­ur Twitter, gerði starfs­fólki viðvart í dag að mál­sókn gegn Musk væri haf­in.

Þá upp­lýsti hann einnig um það að búið væri að sækja um sér­staka flýtimeðferð, svo málið fari fyr­ir dóm­stóla í sept­em­ber, enda mik­il­vægt að leyst verði úr því sem fyrst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert