Vesturlönd ætli að ráðast á Rússland

Lúkasjenkó, til hægri, ásamt Pútín 25. júní síðastliðinn.
Lúkasjenkó, til hægri, ásamt Pútín 25. júní síðastliðinn. AFP/Mikhail Metze.

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, seg­ir Vest­ur­lönd vera að und­ir­búa árás á Rússa í gegn­um Hvíta-Rúss­land.

Í ræðu sem hann hélt við út­skrift úr her­skóla, fyr­ir fram­an hers­höfðingja, sagðist Lúka­sj­en­kó hafa rætt þessa meintu, fyr­ir­huguðu árás við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta á mánu­dag­inn.

„Áform um árás gegn Rúss­um eru í und­ir­bún­ingi," sagði Lúka­sj­en­skó og bætti við að Vest­ur­lönd myndu reyna að ráðast á Rússa „í gegn­um Úkraínu og í gegn­um Hvíta-Rúss­land".

Hann bætti við að sag­an væri að end­ur­taka sig. Talið er að þar hafi hann átt við inn­rás her­manna Napó­leons í Rúss­land árið 1812 og inn­rás nas­ista í landið árið 1941.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert