WHO segir heimsfaraldrinum hvergi nærri lokið

AFP

Heims­far­aldr­in­um er hvergi nærri lokið, að mati Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO. Yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar hef­ur lýst yfir áhyggj­um af því að veir­an leiki enn laus­um hala. 

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, for­stjóri WHO, kveðst ótt­ast fjölg­un smita, sem bært hef­ur á sér og legg­ur þunga byrði á heil­brigðis­kerf­in sem séu nú þegar of­hlaðin. 

„Nýj­ar bylgj­ur af Covid-19 sýna fram á að far­aldr­in­um sé hvergi nærri lokið," sagði hann á blaðamanna­fundi, og bætti við: „Nú þegar veir­an þreng­ir að okk­ur, þurf­um við að spyrna til baka.“

Hann seg­ir veiruna leika laus­um hala í sam­fé­lag­inu. „Lönd­in eru ekki að ráða við sjúk­dóms­byrðina, hvort sem það varðar sjúkra­hús­inn­lagn­ir, bráðatil­felli eða þann sí­vax­andi fjölda sem glím­ir við langvar­andi Covid-ein­kenni.“

Breytt nálgun við sýnatökur, standa í vegi fyrir því að …
Breytt nálg­un við sýna­tök­ur, standa í vegi fyr­ir því að hægt sé að fá jafn greinagóðar upp­lýs­ing­ar um til­fell­in og þróun veirunn­ar, enda eru um­tals­vert færri sýni tek­in í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tími til að taka upp grím­una á ný

Tími er til kom­inn að yf­ir­völd í hverju landi fyr­ir sig, grípi á ný til ráðstaf­anna sem hafi sýnt fram á ár­ang­ur á fyrri stig­um, að mati WHO. Er þar átt við grímu­skyldu, bætta loftræst­ingu og aukna smitrakn­ingu.

Neyðar­málaráð WHO, lagði áherslu á það á fundi sín­um síðastliðinn föstu­dag, að Covid-19 væri enn bráð ógn við lýðheils­una sem varði þjóðir heims. Er það hæsta viðvör­un­arstig sem WHO get­ur lýst yfir. 

Sýna­töku­leysið byrgi WHO sýn

Á und­an­förn­um tveim­ur vik­um hef­ur Covid-til­fell­um fjölgað um 30 pró­sent. Michael Ryan, yf­ir­maður neyðar­mála hjá WHO, seg­ir þessa fjölg­un drifna áfram af undiraf­brigðum ómíkron, BA.4 og BA.5. Þá séu þetta einnig af­leiðing­ar þess að sótt­varnaaðgerðum hef­ur verið aflétt í flest­um lönd­um heims­ins. 

Breytt nálg­un við sýna­tök­ur, standa í vegi fyr­ir því að hægt sé að fá jafn greinagóðar upp­lýs­ing­ar um til­fell­in og þróun veirunn­ar, að mati Ryan. 

Mik­il­vægt sé að stemma stigu við út­breiðslunni, enda gæti ný veira mynd­ast, og óvissa ríki um af­leiðing­ar þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert