Með farsíma, þrífóta og fartölvur í farteskinu ætlar hópurinn hjá Bilan Media, sómölsku nýsköpunarfyrirtæki sem er eingöngu skipað konum, að rjúfa þögnina sem hefur ríkt vegna kynbundins ofbeldis hjá þessari Afríkuþjóð.
Fjölmiðillinn nýtur stuðnings þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna.
Nauðganir eru stórt vandamál í Sómalíu. Þjóðin hefur enn ekki samþykkt sín fyrstu lög gegn kynferðisbrotum en frumvarp þess efnis hefur verið í vinnslu frá árinu 2014.
Ofbeldismennirnir eru sjaldan sóttir til saka eða þeim refsað á meðan fórnarlömbin lenda oft í vandræðum þegar þau stíga fram.
Nánar má fræðast um málið í meðfylgjandi myndskeiði AFP-fréttastofunnar.