Aflýsa 2.000 ferðum í viðbót

AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst 2.000 flugferðum sem fram undan áttu að vera í sumar vegna manneklu. Fyrr í mánuðinum hafði flugfélagið aflýst yfir 3.000 ferðum.

Mikil spurn er eftir flugi í kjölfar afléttinga takmarkana vegna faraldursins, langt umfram framboðsgetu Lufthansa sökum faraldurs.

Önnur flugfélög innan Evrópu sem og flugvellir glíma nú við sama vandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert