Leyndardómsfull hringing dyrabjöllu seint um kvöld leiddi til þess að endurheimtur var það sem er talinn vera einn heilagasti forngripur kaþólsku kirkjunnar, en honum var nýlega stolið.
Listaverkaspæjarinn Arthur Brand greindi frá þessu.
Hann er þekktur sem „Indiana Jones listaverkaheimsins" vegna þess hvað hann hefur verið duglegur við að endurheimta stolin listaverk, meðal annars eftir Picasso og stolinn hring sem var í eigu skáldsins Oscars Wilde.