Réðust inn á skrifstofu forsætisráðherrans

Mótmæli fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans.
Mótmæli fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans. AFP

Mót­mæl­end­ur hafa brot­ist inn á skrif­stofu for­sæt­is­ráðherr­ans í Srí Lanka, aðeins klukku­stund­um eft­ir að hann var til­nefnd­ur starf­andi for­seti.

Að sögn vitna hafa mót­mæl­end­ur klifrað upp á sval­ir húss­ins og flagga þar fána Srí Lanka og öskra af fögnuði en mót­mæl­end­ur komust inn fyr­ir hlið húss­ins eft­ir klukku­tíma­löng átök við vopnaða lög­reglu­menn sem beittu m.a. tára­gasi.

Þá hafa mót­mæl­end­ur einnig brot­ist inn í húsa­kynni rík­is­sjón­varps Srí Lanka og tóku í stutta stund yfir út­send­ing­ar.

Gota­baya Rajapaksa, for­seti Srí Lanka, flúði heima­land sitt í gær og er nú kom­inn til Maldív­eyja. Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í land­inu í kjöl­far þess.

Lögreglan beitir táragasi.
Lög­regl­an beit­ir tára­gasi. AFP

For­set­is­ráðherr­ann orðinn for­seti

Ranil Wickremes­ing­he, for­sæt­is­ráðherra Srí Lanka, var skipaður starf­andi for­seti í morg­un í ljósi þess að Rajapaksa var er­lend­is. Þúsund­ir mót­mæl­enda kröfðust þess að báðir menn­irn­ir segðu af sér.

„Vegna vera sinn­ar er­lend­is sagði Rajapaksa for­seti mér að hann hefði skipað for­sæt­is­ráðherra til að starfa sem for­seti í sam­ræmi við stjórn­ar­skrána,“ sagði þing­for­set­inn, Mahinda Yapa Abeyw­ar­d­ana, í stuttri sjón­varps­yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert