Réðust inn á skrifstofu forsætisráðherrans

Mótmæli fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans.
Mótmæli fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans. AFP

Mótmælendur hafa brotist inn á skrifstofu forsætisráðherrans í Srí Lanka, aðeins klukkustundum eftir að hann var tilnefndur starfandi forseti.

Að sögn vitna hafa mótmælendur klifrað upp á svalir hússins og flagga þar fána Srí Lanka og öskra af fögnuði en mótmælendur komust inn fyrir hlið hússins eftir klukkutímalöng átök við vopnaða lögreglumenn sem beittu m.a. táragasi.

Þá hafa mótmælendur einnig brotist inn í húsakynni ríkissjónvarps Srí Lanka og tóku í stutta stund yfir útsendingar.

Gota­baya Rajapaksa, for­seti Srí Lanka, flúði heima­land sitt í gær og er nú kom­inn til Maldív­eyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu í kjölfar þess.

Lögreglan beitir táragasi.
Lögreglan beitir táragasi. AFP

Forsetisráðherrann orðinn forseti

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, var skipaður starfandi forseti í morgun í ljósi þess að Rajapaksa var erlendis. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess að báðir mennirnir segðu af sér.

„Vegna vera sinnar erlendis sagði Rajapaksa forseti mér að hann hefði skipað forsætisráðherra til að starfa sem forseti í samræmi við stjórnarskrána,“ sagði þingforsetinn, Mahinda Yapa Abeywardana, í stuttri sjónvarpsyfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka