Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021 eftir tíst frá þáverandi forsetanum. Þingnefnd, sem rannsakar árásina, lítur á tístið sem hvatningu til að grípa til vopna.
Í tístinu hvatti hann stuðningsmenn sína til að fara til Washington á fund þennan dag, sem hann lofaði að yrði „villtur“.
Liz Cheney, varaformaður nefndarinnar, sagði auk þess að Trump hefði nýlega reynt að hafa samband við einstakling sem enn ætti eftir að bera vitni fyrir nefndinni.
Vitnið, sem svaraði ekki símtalinu frá Trump, gerði lögfræðingi sínum viðvart að sögn Cheney sem sagði nefndina hafa upplýst dómsmálaráðuneytið um þetta.
Þetta kom fram í sjöundu vitnaleiðslu þingnefndarinnar í gær.
Tístið var skrifað rúmri klukkustund eftir að Trump hitti lögfræðing sinn, Rudy Giuliani, fyrrverandi hershöfðingjann Mike Flynn og lögfræðinginn Sidney Powell.
Nefndarmaðurinn Jamie Raskin sagði tístið hafa æst stuðningsmenn Trump, sérstaklega stuðningsmenn í hættulegum öfgasamtökum.
Þá sagði nefndarmaðurinn Stephanie Murphy að tístið hefði verið skrifað sem ákall til stuðningsmanna Trump til að grípa til vopna
Stuðningsmennirnir réðust á þinghúsið vegna meints kosningasvindls í kjölfar sigur Joe Biden í forsetakosningunum 2020.