52 fóru á sjúkrahús – fimm stungnir

Hasarinn var mikill í nautahlaupinu í morgun.
Hasarinn var mikill í nautahlaupinu í morgun. AFP/Ander Gillena

Alls voru 52 fluttir á sjúkrahús, þar af fimm með stungusár, að loknum nautahlaupunum átta sem fóru fram á hátíðinni San Fermin í spænsku borginni Pamplona. 

Enginn slasaðist alvarlega.

Þrátt fyrir að nautahlaupunum sé lokið verður lokaathöfn hátíðarinnar þó ekki haldin fyrr en á miðnætti í kvöld.

AFP/Miguel Riopa

Sex menn voru fluttir á sjúkrahús lítillega slasaðir eftir síðasta hlaupið í morgun, sem stóð yfir í tvær mínútur.

AFP/Ander Gillenea

Flestir þeirra 52 sem voru fluttir á sjúkrahús voru marðir, hlutu beinbrot eða skurði eftir að hafa fallið til jarðar.

Tveir af mönnunum fimm sem voru stungnir eru enn á sjúkrahúsi í Pamplona. Annar þeirra er 25 ára frá Flórída í Bandaríkjunum og meiddist hann á fótlegg.

Fylgst með frá svölunum.
Fylgst með frá svölunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert