52 fóru á sjúkrahús – fimm stungnir

Hasarinn var mikill í nautahlaupinu í morgun.
Hasarinn var mikill í nautahlaupinu í morgun. AFP/Ander Gillena

Alls voru 52 flutt­ir á sjúkra­hús, þar af fimm með stungusár, að lokn­um nauta­hlaup­un­um átta sem fóru fram á hátíðinni San Ferm­in í spænsku borg­inni Pamplona. 

Eng­inn slasaðist al­var­lega.

Þrátt fyr­ir að nauta­hlaup­un­um sé lokið verður loka­at­höfn hátíðar­inn­ar þó ekki hald­in fyrr en á miðnætti í kvöld.

AFP/​Migu­el Ri­opa

Sex menn voru flutt­ir á sjúkra­hús lít­il­lega slasaðir eft­ir síðasta hlaupið í morg­un, sem stóð yfir í tvær mín­út­ur.

AFP/​And­er Gil­lenea

Flest­ir þeirra 52 sem voru flutt­ir á sjúkra­hús voru marðir, hlutu bein­brot eða skurði eft­ir að hafa fallið til jarðar.

Tveir af mönn­un­um fimm sem voru stungn­ir eru enn á sjúkra­húsi í Pamplona. Ann­ar þeirra er 25 ára frá Flórída í Banda­ríkj­un­um og meidd­ist hann á fót­legg.

Fylgst með frá svölunum.
Fylgst með frá svöl­un­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert