Ákæra í máli barns sem gekkst undir þungunarrof

Ákvörðun Hæstaréttar mótmælt í Bandaríkjunum.
Ákvörðun Hæstaréttar mótmælt í Bandaríkjunum. AFP

Karlmaður í bandaríska ríkinu Ohio hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað 10 ára stúlku. Hún þurfti að fara yfir í annað ríki til að gangast undir þungunarrof eftir að hennar heimaríki neitaði henni um það.

Gershion Fuentes, 27 ára, kom fyrir rétt í borginni Columbus í gær, að sögn BBC.

Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við rúmlega 50 ára gömlu fordæmi í tengslum við þungunarrof.

Stúlkan þurfti að ferðast til Indiana til að gangast undir aðgerðina, sem Joe Biden Bandaríkjaforseti vakti athygli á þegar hann undirritaði löggjöf til að hjálpa konum við að gangast undir þungunarrof.

Sumir héldu að um gabb væri að ræða en lögreglan í Ohio hefur staðfest málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert