Banki sektaður fyrir að frysta atvinnuleysisbætur

Bankinn Bank of America hefur verið sektaður fyrir að frysta …
Bankinn Bank of America hefur verið sektaður fyrir að frysta velferðaraðstoð í formi peninga þegar þeir sem þáðu aðstoðina þurftu mest á henni að halda. AFP/Luis Robayo

Bank of America (BofA) hefur verið sektaður um 225 milljónir bandaríkjadala fyrir að hafa fryst atvinnuleysisbætur og aðra velferðaraðstoð á hápunkti Covid-19 faraldursins.

„Bankinn frysti reikninga fólks sjálfkrafa og ólöglega með biluðu forriti sem átti að greina svik,“ segir í fréttatilkynningu frá Neytendaverndarstofu fjármála (e. The Consumer Financial Protection Bureau) sem sektaði bankann um 100 milljónir bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 14 milljörðum króna.

Frystu fé sem atvinnuleysir áttu rétt á

Bankaeftirlit Bandaríkjanna (e. The Office of the Comptroller of the Currency) sektaði bankann um 125 milljón dollara, eða um 17,4 milljarða króna, fyrir „brot á lögum og fyrir óörugga og slæma viðskiptahætti“ í afskiptum bankans á féi í velferðarmálum.

„Bankinn brást þessum fyrirframgreiddu korthöfum með því að neita þeim aðgengi að atvinnuleysisbótum sem þeir áttu rétt á á hápunkti heimsfaraldursins, og gerði þessum viðkvæma hópi erfitt fyrir til að laga stöðu sína,“ segir Michael Hsu hjá eftirlitinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert