Banki sektaður fyrir að frysta atvinnuleysisbætur

Bankinn Bank of America hefur verið sektaður fyrir að frysta …
Bankinn Bank of America hefur verið sektaður fyrir að frysta velferðaraðstoð í formi peninga þegar þeir sem þáðu aðstoðina þurftu mest á henni að halda. AFP/Luis Robayo

Bank of America (BofA) hef­ur verið sektaður um 225 millj­ón­ir banda­ríkja­dala fyr­ir að hafa fryst at­vinnu­leys­is­bæt­ur og aðra vel­ferðaraðstoð á hápunkti Covid-19 far­ald­urs­ins.

„Bank­inn frysti reikn­inga fólks sjálf­krafa og ólög­lega með biluðu for­riti sem átti að greina svik,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Neyt­enda­vernd­ar­stofu fjár­mála (e. The Consu­mer Fin­ancial Protecti­on Bureau) sem sektaði bank­ann um 100 millj­ón­ir banda­ríkja­dala sem jafn­gild­ir tæp­um 14 millj­örðum króna.

Frystu fé sem at­vinnu­leys­ir áttu rétt á

Banka­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna (e. The Office of the Comptroller of the Cur­rency) sektaði bank­ann um 125 millj­ón doll­ara, eða um 17,4 millj­arða króna, fyr­ir „brot á lög­um og fyr­ir óör­ugga og slæma viðskipta­hætti“ í af­skipt­um bank­ans á féi í vel­ferðar­mál­um.

„Bank­inn brást þess­um fyr­ir­fram­greiddu kort­höf­um með því að neita þeim aðgengi að at­vinnu­leys­is­bót­um sem þeir áttu rétt á á hápunkti heims­far­ald­urs­ins, og gerði þess­um viðkvæma hópi erfitt fyr­ir til að laga stöðu sína,“ seg­ir Michael Hsu hjá eft­ir­lit­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert