Bank of America (BofA) hefur verið sektaður um 225 milljónir bandaríkjadala fyrir að hafa fryst atvinnuleysisbætur og aðra velferðaraðstoð á hápunkti Covid-19 faraldursins.
„Bankinn frysti reikninga fólks sjálfkrafa og ólöglega með biluðu forriti sem átti að greina svik,“ segir í fréttatilkynningu frá Neytendaverndarstofu fjármála (e. The Consumer Financial Protection Bureau) sem sektaði bankann um 100 milljónir bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 14 milljörðum króna.
Bankaeftirlit Bandaríkjanna (e. The Office of the Comptroller of the Currency) sektaði bankann um 125 milljón dollara, eða um 17,4 milljarða króna, fyrir „brot á lögum og fyrir óörugga og slæma viðskiptahætti“ í afskiptum bankans á féi í velferðarmálum.
„Bankinn brást þessum fyrirframgreiddu korthöfum með því að neita þeim aðgengi að atvinnuleysisbótum sem þeir áttu rétt á á hápunkti heimsfaraldursins, og gerði þessum viðkvæma hópi erfitt fyrir til að laga stöðu sína,“ segir Michael Hsu hjá eftirlitinu.