Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi
Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi AFP/Pierre Teyssot

For­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Mario Drag­hi, hef­ur til­kynnt af­sögn sína.

Fimm-stjörnu hreyf­ing­in neitaði að taka þátt í at­kvæðagreiðslu í van­traust­stil­lögu á hend­ur rík­is­stjórn Drag­his.  

„Ég vil til­kynna það að í kvöld mun ég senda for­set­an­um af­sagn­ar­bréf mitt,“ til­kynnti Drag­hi rík­is­stjórn sinni í kjöl­farið.

Hann sagði að nauðsyn­leg­ur grund­völl­ur sam­steypu­stjórn­ar­inn­ar væri „ekki leng­ur til staðar“. Þá sagði hann einnig að „sá sátt­máli um traust sem rík­is­stjórn­in er byggð á er horf­inn“.

Við stjórn í minna en eitt og hálf ár

Drag­hi hafði áður til­kynnt að hann myndi ekki halda áfram starfi sínu sem for­sæt­is­ráðherra án stuðnings Fimm-stjörnu hreyf­ing­ar­inn­ar.

Í síðasta mánuði klofnaði Fimm-stjörnu hreyf­ing­in en ut­an­rík­is­ráðherra flokks­ins stofnaði sinn eig­in flokk. 

Drag­hi hef­ur ein­ung­is verið for­sæt­is­ráðherra frá því í fe­brú­ar á síðasta ári. Hann var for­seti seðlabanka Evr­ópu­sam­bands­ins frá ár­inu 2011 til 2019.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert