Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi
Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi AFP/Pierre Teyssot

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi, hefur tilkynnt afsögn sína.

Fimm-stjörnu hreyfingin neitaði að taka þátt í atkvæðagreiðslu í vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Draghis.  

„Ég vil tilkynna það að í kvöld mun ég senda forsetanum afsagnarbréf mitt,“ tilkynnti Draghi ríkisstjórn sinni í kjölfarið.

Hann sagði að nauðsynlegur grundvöllur samsteypustjórnarinnar væri „ekki lengur til staðar“. Þá sagði hann einnig að „sá sáttmáli um traust sem ríkisstjórnin er byggð á er horfinn“.

Við stjórn í minna en eitt og hálf ár

Draghi hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki halda áfram starfi sínu sem forsætisráðherra án stuðnings Fimm-stjörnu hreyfingarinnar.

Í síðasta mánuði klofnaði Fimm-stjörnu hreyfingin en utanríkisráðherra flokksins stofnaði sinn eigin flokk. 

Draghi hefur einungis verið forsætisráðherra frá því í febrúar á síðasta ári. Hann var forseti seðlabanka Evrópusambandsins frá árinu 2011 til 2019.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert