Forsetinn yfirgefur Maldíveyjar eftir mótmæli

Forsetanum var ekki fagnað í Maldív­eyjum.
Forsetanum var ekki fagnað í Maldív­eyjum. AFP

Gota­baya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur nú yfirgefið Maldív­eyjar og flogið til Singapúr. Með honum er eiginkona hans og tveir lífverðir.

Greint var frá því á þriðjudaginn að forsetinn hafi flúið heimaland sitt, en mikil átök hafa verið í landinu síðastliðna mánuði.

Dvöl forsetans á Maldív­eyjum hafði verið mótmælt í höfuðborg landsins, Male.

Forsetinn er ekki vinsæll um þessar mundir.
Forsetinn er ekki vinsæll um þessar mundir. AFP

Ranil Wickremes­ing­he, for­sæt­is­ráðherra Srí Lanka, var skipaður starf­andi for­seti í gær í ljósi þess að Rajapaksa var er­lend­is. Þúsund­ir mót­mæl­enda hafa þó einnig krafist afsagnar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert